Fara í efni

Smíðuðu kerrur og ferðagrill

Stoltir stálsmíðanemar með afrakstur vorannar.
Stoltir stálsmíðanemar með afrakstur vorannar.
Nemendur sem ljúka námi í vor í stálsmíði settu á dögunum punktinn yfir i-ið í smíði á tveimur voldugum kerrum og einnig smíðaði hver nemandi ferðagrill. Smíðin er hluti af áfanganum PLV 434 – plötuvinna.

Nemendur sem ljúka námi í vor í stálsmíði settu á dögunum punktinn yfir i-ið í smíði á tveimur voldugum kerrum og einnig smíðaði hver nemandi ferðagrill. Smíðin er hluti af áfanganum PLV 434 – plötuvinna.

„Þetta er þriðja árið í röð sem við smíðum slíkar kerrur, í það heila höfum við lokið við smíði á sex kerrum. Fyrsta árið byggðum við smíðina á einföldu „rissi“ og síðan þróuðum við smíðina saman – kennarar og nemendur. Nemendur hafa sagt að þetta verkefni sé með því skemmtilegra sem þeir takast á við í náminu hér, enda er hér verið að smíða hluti sem nýtast vel. Við höfum síðan selt kerrurnar til þess að hafa upp í efniskostnaðinn og  hefur kerrunum í öll þessi þrjú ár verið ráðstafað hér innan skólans. Önnur kerran sem nemendur smíðuðu í ár er fyrir skólann sjálfan og verður nýtt af byggingadeildinni,“ segir Hörður Óskarsson, brautarstjóri málmiðngreina og vill koma á framfæri þökkum til Ferro Zink á Akureyri fyrir að galvanhúða járnavirkið í kerrunum án endurgjalds.

„Nemendur öðlast mjög góða reynslu og færni með því að takast á við slíkt verkefni og ég tel að þeir séu fullfærir um að smíða slíkar kerrur sjálfir. Við hönnunina á kerrunum höfum við m.a. haft í huga að þær henti vel til þess að flytja snjósleða og fjórhjól,“ segir Hörður.

Á meðfylgjandi mynd erui verðandi stálsmiðir að lokinni smíði á kerrunum og ferðagrillunum. Standandi frá vinstri: Haukur Marteinsson, Guðmundur Freyr Aðalsteinsson, Gunnar Karl Guðjónsson, Jóhann Páll Þorkelsson og Jóhann Sigurðsson. Sitjandi frá vinstri: Jakob Skafti Jakobsson og Anton Freyr Þórhallsson.

oskarthor@vma.is