Söngkeppni VMA í kvöld
20.02.2014
Söngkeppni VMA verður haldin í kvöld, fimmtudaginn 20. febrúar, kl. 20:00 í Gryfjunni og er búist við að keppnin standi til kl. 23:00. Fjórtán lög hafa verið skráð til þátttöku. Sigurvegari í keppninni verður fulltrúi VMA í árlegri Söngkeppni framhaldsskólanna.
Söngkeppni VMA verður haldin í kvöld, fimmtudaginn 20. febrúar, kl. 20:00 í Gryfjunni og er búist við að keppnin standi til kl. 23:00. Fjórtán lög hafa verið skráð til þátttöku. Sigurvegari í keppninni verður fulltrúi VMA í árlegri Söngkeppni framhaldsskólanna.
Verð aðgöngumiða á keppnina er kr. 1000 fyrir meðlimi í skólafélögum VMA og MA en 1500 fyrir aðra.
Full ástæða er til að hvetja alla þá sem vettlingi geta valdið til þess að fjölmenna á Söngkeppni VMA. Keppnin hefur verið sérlega glæsileg undanfarin ár og hún verður ekki síður vegleg í ár.