Fara í efni

Spenna í loftinu fyrir Söngkeppni VMA á fimmtudagskvöldið

Einn af hápunktum félagslífsins í VMA á ári hverju er Söngkeppnin og verður hún haldin nk. fimmtudagskvöld, 7. febrúar. Keppendur eru nú farnir að undirbúa sig af kappi og víst er að keppnin í ár verður sem fyrr öll hin glæsilegasta. Tuttugu og tveimur lögum verður teflt fram í keppninni í ár.

Einn af hápunktum félagslífsins í VMA á ári hverju er Söngkeppnin og verður hún haldin nk. fimmtudagskvöld, 7. febrúar.  Keppendur eru nú farnir að undirbúa sig af kappi og víst er að keppnin í ár verður sem fyrr öll hin glæsilegasta. Tuttugu og tveimur lögum verður teflt fram í keppninni í ár.

VMA hefur í gegnum tíðina gert það ljómandi gott í Söngkeppni framhaldsskólanna og nægir þar að nefna að árið 2007 stóð fulltrúi skólans uppi sem sigurvegari, sjálfur Evróvisjónfarinn 2013, Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Og í fyrra varð VMA-pilturinn Jóhann Freyr Óðinsson Waage í öðru sæti í Söngkeppni framhaldsskólanna.

Full ástæða er til þess að hvetja alla þá sem vettlingi geta valdið að mæta í Gryfjuna nk. fimmtudagskvöld til þess að taka þátt í gleðinni og eiga skemmtilegt kvöld.

Lögin og flytjendur þeirra í ár eru (í þeirra röð sem lögin verða flutt á fimmtudagskvöldið):

1 Harpa Signý - A-team.
2 Bjarkey Sif - If I ain‘t got you.
3 Tinna Björg – Everytime.
4 Guðlaug Dóra - Love, love, love.
5 Elísabet - Rule the world.
6 Birta Jóhannesdóttir - Somethin's gotta hold on me (Bakraddir: Bryndís Rut og Bjarkey Sif).
7 Bryndís, Elsa, Snæþór, Lea, Berglind, Elísabet og Fríða - Homeward Bound.
8 Lilja Björg Jónsdóttir – Almost.
9 Snæþór Ingi - Song for you.
10 Haraldur Örn og Sindri Snær - Sannur vinur.
11 Ásgeir - Gengur langt.
12 Karen Sig - Chasing cars.

Hlé

13 Viktor, Gunnar, Aron – Hringjadrottinssögulög.
14 Anna og Nanna - Look at me now.
15 Stefanía Tara - I want to tell the world.
16 Engilbert og Jón Stefán - Stand by me.
17 Jóhannes Guðni Halldórsson - My melancholy Blues.
18 Rósa Ingibjörg - I´m gonna love you.
19 Þóranna - Never forget you.
20 Valgerður Þorsteinsdóttir - The story.
21 Gréta Óladóttir - Svört sól.
22 Fríða Kristín - What we believe in.