Spilað og sungið í lífsleiknitíma
27.11.2018
Það er kunnara en frá þurfi að segja að allir búa yfir einhverjum hæfileikum og sýna á sér aðrar hliðar en dags daglega.
Fyrr á önninni var rætt um tónlist í lífsleiknitíma nemenda í grunndeild rafiðna hjá Ólafi H. Björnssyni og þá kom í ljós að töluverður fjöldi nemenda spilar á hljóðfæri.
Í framhaldinu var ákveðið að efna til tónlistarlífsleiknitíma þar sem þessir tónelsku nemendur kæmu með hljóðfæri sín og spiluðu á þau. Af því varð í liðinni viku. Sex nemendur sungu og spiluðu fyrir samnemendur sína á gítar, ukuleke, fiðlu og rafmagnsgítar. Mikið fjör og bráðskemmtilegt.
Vonandi eiga þessir nemendur eftir að láta ljós sín skína aftur á tónlistarsviðinu í VMA og fleiri fái notið tónlistarsköpunar þeirra.