Fara í efni

Stelpur diffra - kynningarfundur í hádeginu í dag í Gryfjunni

Í hádeginu í dag, 24. mars, verður Nanna Kristjánsdóttir með kynningu í Gryfjunni á námsbúðunum Stelpur diffra, sem stefnt er að því að halda í fyrsta skipti í húsakynnum Háskólans á Akureyri dagana 25.-27. apríl nk. Búðirnar eru fyrir stelpur og stálp í framhaldsskóla sem hafa áhuga á stærðfræði og vilja læra meira umfram það sem kennt er í skólum, bæði hvað varðar fræðin sjálf og hvernig stærðfræðin birtist í daglegu lífi. Lögð er áhersla á að gefa sér tíma til að skoða stærðfræðina með áhugaverðum verkefnum. Dagskráin námsbúðanna verður margskonar; t.d. verkefni, smiðjur, fyrirlestrar og fleira.

Námsbúðirnar í HA, ef næg þátttaka fæst, verða settar upp með hliðsjón af reynslu af slíkum námsbúðum í Reykjavík

Með kynningarfundinum í dag vilja forráðamenn Stelpur diffra kanna áhugann á slíkum námsbúðum. Hér er hægt að skrá sig. Ef spurningar vakna er hægt að senda þær á info@stelpurdiffra.is.