Fara í efni

Stúlkum fjölgar í málminum

Hörður Óskarsson leiðbeinir nýnemum.
Hörður Óskarsson leiðbeinir nýnemum.
Sex stúlkur hófu nám í grunndeild málm- og véltæknigreina sem er töluverð fjölgun frá síðustu árum. Þetta þýðir að 10% nýnema í deildinnu eru stúlkur en í það heila eru nýnemar sextíu talsins.

Sex stúlkur hófu nám í grunndeild málm- og véltæknigreina sem er töluverð fjölgun frá síðustu árum. Þetta þýðir að 10% nýnema í deildinnu eru stúlkur en í það heila eru nýnemar sextíu talsins.

"Það er afar ánægjulegt að þetta er þriðja árið röð sem grunndeildin hjá okkur er fullbókuð. Þetta er til marks um að landið er að rísa í þessari iðngrein og ungt fólk vill læra hana," segir Hörður Óskarsson, brautarstjóri málmiðngreina við VMA, en í það heila stunda nú á annað hundrað nemendur nám við brautina.
 
Á þessum fyrstu dögum annarinnar fara kennararnir með nemendum í grunninn, kenna þeim á verkfærin og vélarnar í húsnæði brautarinnar og síðan er nemendum falið það verkefni að smíða litla og einfalda verkfærakassa. "Það má segja að við byrjum í handavinnunni áður en við færum okkur síðan yfir í vélavinnuna," segir Hörður.
 
Meðfylgjandi myndir sýna m.a. Hörð Óskarsson leiðbeina nýnemum.