Stundatöflur nemenda og töflubreytingar í INNU
Stundatöflur nemenda og töflubreytingar í INNU
Stundatöflur nemenda verða birtar föstudaginn 13. ágúst og um leið verður opnað fyrir óskir um töflubreytingar í INNU. Töflubreytingar fara fram í gegnum Innu og standa frá föstudeginum 13. ágúst og til hádegis föstudaginn 20. ágúst. Nemendur eru beðnir um að kynna sér vel leiðbeiningar um töflubreytingar sem eru á heimasíðu skólans.
Nemendur, þar með talin útskriftarefni, hafi samband við sinn sviðsstjóra eða námsráðgjafa í gegnum tölvupóst eða síma 4640300, ef ráðgjafar er þörf.
Eftirfarandi þarf að hafa í huga:
-
beiðnir um töflubreytingar sem byggðar eru á vina- eða kennaranótum verða líkast til ekki samþykktar nema mjög góðar ástæður liggi að baki.
-
ef nemandi er með 36 tíma í töflu eða meira, er ólíklegt að beiðni um viðbót í töflu verði samþykkt.
-
nemendur verða að fylgjast með stundatöflunum sínum í INNU til þess að sjá hvort breytingar hafa verið samþykktar eða ekki.
-
rafrænar beiðnir eru afgreiddar daglega.
-
athugið að í einhverjum tilvikum geta nemendur í verklegu námi átt eftir að fá verklega viðbót inn í stundatöfluna sína.
Stokkakerfi með verklegri viðbót
Sviðsstjórar:
Baldvin Ringsted, sviðsstjóri verk- og fjarnáms (baldvin@vma.is)
Ómar Kristinsson, sviðsstjóri stúdentsprófsbrauta og sjúkraliðabrautar (omar@vma.is)
Harpa Jörundardóttir, sviðsstjóri brautabrúar og starfsbrautar (harpajora@vma.is)
Námsráðgjafar:
Helga Júlíusdóttir (helgajul@vma.is)
Svava Hrönn Magnúsdóttir (svava@vma.is)