Fara í efni

Stundatöflur og óskir um töflubreytingar í INNU vorönn 2024

Stundatöflur nemenda hafa verið birtar og um leið opnað fyrir óskir um töflubreytingar í INNU. Beiðnir um töflubreytingar fara fram í gegnum Innu og standa frá þriðjudeginum 2. janúar og til hádegis miðvikudaginn 10. janúar. Nemendur eru beðnir um að kynna sér vel leiðbeiningar um töflubreytingar sem eru á heimasíðu skólans.

Nemendur hafi samband við sinn sviðsstjóra eða námsráðgjafa í gegnum tölvupóst.

Útskriftarefni geta haft samband beint við sinn sviðsstjóra.

Eftirfarandi þarf að hafa í huga:

  • beiðnir um töflubreytingar sem byggðar eru á vina- eða kennaranótum verða líkast til ekki samþykktar nema mjög góðar ástæður liggi að baki.
  • ef nemandi er með 36 tíma í töflu eða meira, er ólíklegt að beiðni um viðbót í töflu verði samþykkt.
  • nemendur verða að fylgjast með stundatöflunum sínum í INNU til þess að sjá hvort breytingar hafa verið samþykktar eða ekki
  • rafrænar beiðnir eru afgreiddar daglega.

Vinsamlegast athugið að verið er að vinna í að koma á sjálfvirku vali í Innu og því eru margir nemendur með áfangaval fyrir næstu 3-4 annir.

Vinsamlegast athugið einnig að það þarf að fletta áfram um eina viku í stundatöflu til að sjá alla stundatöfluna.

Sviðsstjórar:

  • Benedikt Barðason, aðstoðarskólameistari (benedikt.bardason@vma.is) - verknámsbrautir
  • Ómar Kristinsson, sviðsstjóri stúdentsprófsbrauta (omar.kristinsson@vma.is)
  • Harpa Jörundardóttir, sviðsstjóri brautabrúar og starfsbrautar (harpa.jorundardottir@vma.is)

Námsráðgjafar:

  • Helga Júlíusdóttir (helga.juliusdottir@vma.is)
  • Svava Hrönn Magnúsdóttir (svava.h.magnusdottir@vma.is)