Stundatöflur vorannar 2016 afhentar þriðjudaginn 5. janúar
Starfsfólk VMA óskar nemendum skólans gleðilegs árs og býður þá velkomna til starfa á vorönn 2016.
Afhending stundataflna verður þriðjudaginn 5. janúar og kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 6. janúar.
Stundatöflurnar verða afhentar í Gryfjunni – aðalsal skólans sem hér segir:
- Kl. 9:30–10:00 Útskriftarnemar.
- Kl. 10:00–11:00 Brautabrú, félags- og hugvísindabraut og rafiðn.
- Kl. 11:00–12:00 Aðrar brautir.
- Kl. 13:00–13:30 Nýir nemendur og þeir sem eru að koma aftur eftir hlé á námi.
Nýir nemendur við skólann og þeir sem eru að koma aftur í skólann eftir hlé á námi mæta í M-01 kl. 13:30 þar sem námsráðgjafar hitta hópinn og fara yfir ýmsa hagnýta hluti í skólastarfinu.
Varðandi töflubreytingar
Nemendur fara til sviðstjóra og sækja um breytingar (gult blað) og/eða tilkynna úrsagnir (appelsínugult blað) skriflega hjá þeim. Farið verður yfir umsóknir um töflubreytingar daglega og þeim hafnað eða þær samþykktar eftir atvikum og nemendum gerð grein fyrir niðurstöðunni í tölvupósti.
Opið verður fyrir töflubreytingar frá þriðjudeginum 5. janúar til fimmtudagsins 7. janúar.
frá kl. 9 til kl. 15:30. Nemendur eru beðnir um að kynna sér vel leiðbeiningar um töflubreytingar sem hanga uppi í Gryfjunni og við skrifstofuna og koma undirbúnir til sviðsstjóra.
Útskriftarnemar fara einnig til sviðsstjóra en þurfa ekki að skila inn skriflegum beiðnum heldur munu fá úrlausn sinna mála á staðnum.