Sturtuhausinn í kvöld í Hofi
Í kvöld klukkan 20:00 verður Sturtuhausinn – söngkeppni VMA haldin í Menningarhúsinu Hofi nk. fimmtudag kl. 20:00. Að þessu sinni eru fimmtán söngvarar skráðir til leiks. Miðasala er á mak.is
Hljómsveit kvöldsins verður skipuð tónlistarmönnunum Hallgrími Jónasi Ómarssyni, sem verður tónlistarstjóri og gítarleikari, Valgarði Óla Ómarssyni, sem spilar á trommur, Stefáni Gunnarssyni, sem spilar á bassa og Arnari Tryggvasyni á hljómborð.
Í dómnefnd kvöldsins verða: Lára Sóley Jóhannsdóttir, fiðluleikari, söngvari og lagahöfundur, Valdís Eiríksdóttir - Vala Eiríks útvarpskona á FM957 og fyrrum VMA nemandi og Jón Jósep Snæbjörnsson/Jónsi söngvari.
Kynnir verður Vilhelm Anton Jónsson/Villi Naglbítur.
Þátttakendur í kvöld verða:
Tinna Björg Traustadóttir | Oops!... I did it again | Britney Spears | |||||||
Lilla Steinke | Niðavellir | Skálmöld | |||||||
Ingimar Eydal | Heaven on their Minds | Tim Rice | |||||||
Ari Rúnar Gunnarsson | How to save a life | The Fray | |||||||
Þórdís Elín Bjarkadóttir | Eyes like the Sea | Ellie Hopley | |||||||
Ólöf Andradóttir | Hurt | Christina Aguilera | |||||||
Birna Ösp Traustadóttir | Fjöllin hafa vakað | Egó | |||||||
Sunna Björk Þórðardóttir | You lost me | Christina Aguilera | |||||||
Örn Smári Jónsson | Wait | Örn Smári Jónsson | |||||||
Ragnheiður Diljá | Omen | Disclosure ft. Sam Smith | |||||||
Særún Elma | Að eilífu | Friðrik Dór | |||||||
Arndís Elva | Believe | Cher | |||||||
Embla Sól Páldóttir | Toxic | Melanie Martinez | |||||||
Unnur Eyrún | Valery | Amy Winehouse | |||||||
Steinar Ingólfsson | Litla sæta ljúfan góða | Vilhjálmur Vilhjálmsson |
Hér er kynning á þátttakendum sem Hilmar Friðjónsson setti saman.