Sveinspróf í byggingagreinum
06.06.2012
Í maí fóru fram sveinspróf í byggingadeild VMA. Fjórir nemar þreyttu próf í húsamálun og átta í húsasmíði. Prófin gengu almennt vel, en niðurstöður prófanna liggja ekki fyrir þegar þetta er skrifað. Allir þreyttu nemarnir bæði bókleg próf og verkleg.
Í maí fóru fram sveinspróf í byggingadeild VMA. Fjórir nemar þreyttu próf í húsamálun og átta í húsasmíði. Prófin gengu almennt vel, en niðurstöður prófanna liggja ekki fyrir þegar þetta er skrifað.
Sveinspróf í húsasmíði
Allir þreyttu nemarnir bæði bókleg próf og verkleg. Verkefni málara voru að mála fulningahurð, merki (logo) og texta ásamt því
að spartla veggi og mála bæði með lit og munstri. Húsasmiðirnir smíðuðu vinnutröppu, ásamt því að brýna
sporjárn og hefiltönn. Allir próftakar luku prófi innan tímamarka sem voru 40 vinnustundir hjá málurum og 22 vinnustundir hjá
húsasmiðum.
Meðfylgjandi eru myndir úr báðum prófunum.
Allir önnum kafnir - verkfæri á lofti
Málað af kappi