Fara í efni

Það verður líf og fjör í VMA þessa vikuna!

Á morgun, miðvikudaginn 4. desember, kl. 9:40 (í löngu frímínútunum) munu nemendur í áfanganum KYNH2KK05 – Kynlíf, klám og kærleikur  halda Kahoot-leik fyrir skólafélaga og bjóða upp á kleinur. Frábær leið til að hefja daginn með skemmtun og fróðleik!

Næstkomandi fimmtudag, 5. desember, hvetjum við nemendur og starfsfólk til að mæta í jólapeysum og njóta hátíðlegs andrúmslofts. Stjórn Þórdunu býður upp á kókómjólk og piparkökur fyrir alla.

Á fimmtudagskvöldið kl. 20:00, heldur Þórduna sitt árlega jólaball á Græna hattinum

Forsala aðgöngumiða er hafin:

  • 3.500 kr. í forsölu
  • 4.500 kr. við hurð

Húsið opnar kl. 22:00 og ballið stendur til kl. 01:00. Framhaldsskólanemar úr öllum skólum eru velkomnir. Artistarnir sem koma fram eru ekki af verri endanum: DJ Our Psych, Sprite Zero Klan, Háski og Páll Óskar
Um þetta ball gildir sem fyrr að ölvun ógildir aðgöngumiðann. Allir framhaldsskólanemar eru velkomnir á ballið.

Á föstudaginn, 6. desember, er svo komið að sparifatadeginum. Við hvetjum nemendur sérstaklega til að klæðast þjóðbúningum síns heimalands ef þeir eiga slíkan – fáum fjölbreytnina og fegurðina til að njóta sín í skólanum.