Þegar ímyndunaraflið fær vængi
04.12.2018
Á dögunum var sagt frá því hér á síðunni að nemendur í skúlptúráfanga hjá Örnu Valsdóttur og Helgu Björg Jónasardóttur hafi tekist á við það verkefni að móta skúlptúra út frá anatómíu manna og dýra. Nemendur og kennarar fengu aðstöðu í Punktinum til þess að leirbrenna verk sín. Í frétt hér á heimasíðunni 14. nóvember sl. voru sýnd verk fyrsta námshópsins af þremur en hér má sjá verk hinna tveggja. Verk þriðja námshópsins eru nú til sýnis í Galleríi Glugg, á aðalgangi VMA. Eins og sjá má eru verkin fjölbreytt og skemmtileg og ljóst að ímyndunaraflið hefur heldur betur fengið að njóta sína, eins og vera ber.