Þriggja daga heimsókn frá Danmörku
Dagana 14. - 16. september fékk VMA heimsókn frá hópi 62ja grunnskólakennara, stjórnenda og ráðgjafa frá Álaborg í Danmörku. Þessi heimsókn dönsku grunnskólakennaranna til Akureyrar var styrkt af Erasmus+ styrkjakerfi ESB og kom til í framhaldi af samstarfi VMA og skóla í Álaborg.
Hópurinn var hingað kominn til þess að kynna sér ýmislegt varðandi kennslu í upplýsingatækni, nýsköpun og stafrænum lausnum. Hópurinn kynnti sér m.a. Fab Lab Akureyri, sem er til húsa í VMA, annar hópur sé í forritun og skólar á þremur skólastigum verði heimsóttir – Háskólinn á Akureyri, Menntaskólinn á Tröllaskaga, Hrafnagilsskóli, Giljaskóli og Naustaskóli. Til þess að aðstoða við vinnunna og kennsluna í Fab Lab smiðjunni voru fengnir starfsmenn Fab Lab smiðja frá Ísafirði, Sauðárkróki, Hornafirði og Reykjavík. Kennararnir Helga Björg Jónasardóttir og Íris Ragnarsdóttir, sem báðar hafa kennt nemendum í Fab Lab, voru einnig með erindiþar sem þær fjölluðu um með hvaða hætti þær hafa nýtt Fab Lab smiðjuna i í kennslu.