Til brautskráningarnema
Kæru brautskráningarnemar,
Hér að neðan eru upplýsingar um fyrirkomulagið föstudaginn 22. maí. Gengið verður inn að austan. Ágætt að vera í þeim klæðnaði sem hæfir stundinni og ósk hvers og eins þegar kemur að myndatöku. Vinsamlegast athugið að engir gestir mega koma inn.
Skipulag á afhendingu skírteina í Gryfjunni er eftirfarandi:
Nemendur hjá Hörpu Jörundardóttur
Kl. 8:15 - 8:45
-
Starfsbraut
Nemendur hjá Ómari Kristinssyni
Kl. 9:00 - 9:45
-
Viðskipta- og hagfræðibraut
-
Sjúkraliðar
-
Fjölgreinabraut
-
Íþrótta- og lýðheilsubraut
Kl. 10:00-10:45
-
Félagsfræða- og hugvísindabraut
-
Listnámsbraut - bæði svið
-
Náttúruvísindabraut
Nemendur hjá Baldvin Ringsted
Kl. 11:00-11:45
-
Bifvélavirkjar
-
Blikksmiðir
-
Stálsmiðir
-
Málmsuða
-
Vélvirkjun
Kl. 13:00-13:45
-
Húsasmiðir
-
Rafvirkjar
-
Hársnyrtiiðn
-
Matreiðslumenn
Kl. 14:00-14:45
-
Iðnmeistarar - allar greinar
-
Vélstjórar
-
Viðbótarnám til stúdentsprófs að loknu starfsnámi
Ósóttar húfur verða til afhendingar á föstudaginn um leið og fólk kemur. Borð verður til hliðar með ósóttum húfum.
Vinsamlegast látið sviðsstjóra vita ef þið komist ekki á föstudaginn.
Benedikt skólameistari