Tilraun með osmósu
Við erum stödd í kennslustund í áfanganum NÁT103. Jóhannes Árnason, kennari, leiðir nemendur í allan sannleika um osmósu, frumur o.fl.
Nemendur eru að gera tilraun með osmósu. Kartöflubitar eru settir í hreint vatn, 10% sykurlausn og 20% sykurlausn. Kartöflubitarnir liggja í um tvo
sólarhringa í þessum mismunandi vökvum og spurningin er hver útkoman verður. Það ætti að koma í ljós í dag,
fimmtudag.
Jóhannes líffræðikennari útskýrir fyrir nemendunum að osmósa sé þegar sterk lausn dragi í sig vatn úr veikri lausn í
gegnum himnu.
„NÁT103 er upprifjun og grunnur í almennri líffræði,“ segir Jóhannes. „ Það þýðir að við skoðum
sameindirnar sem lífverur eru gerðar úr, sömu sameindir og eru í matnum okkar. Við skoðum sykrur, fitur og prótín en við fjöllum
líka um DNA sem er erfðaefnið. Síðan er fjallað um frumur og sérstök áhersla er á örverur, bakteríur og veirur og
fleira. Reyndar er margt fleira tekið fyrir í áfanganum en við erum með verklegt í nokkur skipti, tilraun með osmósu, skoðum í
smásjá, ræktum bakteríur og fleira,“ segir Jóhannes Árnason.
NÁT103 tengist mörgum öðrum áföngum og ætlast er til að hann sé tekinn áður en eða með áföngum eins og
líffærafræði (LOL103 og 203), lífeðlisfræði (LÍF103), næringarfræði (NÆR113) og fleiri.
Í umræddri kennslustund kom í ljós að voru nemendur af sex brautum í VMA; listnámsbraut, félagsfræðibrauta,
íþróttabraut, almennri braut, viðskipta- og hagfræðibraut og sjúkraliðabraut. Flestir voru nemendurnir af félagsfræðibraut.