Tíu nemendur í þriðja bekk í matreiðslu
Núna á vorönn stunda tíu verðandi matreiðslumenn nám í lokaáfanga námsins fyrir sveinspróf – sem er 3. bekkur. Undanfari 3. bekkjar er grunndeild matvælagreina og síðan fara nemendur í 2. bekk og loks 3. bekk. Um kennsluna sér Ari Hallgrímsson, brautarstjóri matvælabrautarinnar.
Námið er sambland bóklegra og verklegra greina. Verklegu æfingarnar eru af ýmsum toga, bæði er töfraður fram kaldur matur og heitur, hreinlega allt milli himins og jarðar. Allir eru nemendurnir starfandi í faginu, flestir á veitingastöðum á Akureyri. Starfsreynslan er vitaskuld hluti af náminu, rétt eins og í öðrum verklegum faggreinum. Þegar kíkt var í verklega kennslustund í síðustu viku voru nemendur að spreyta sig á ýmsum köldum réttum úr ýmsu hráefni, þar á meðal svínakjöti, svínalifur o.fl.
Það er afar mikilvægt fyrir veitingageirann á Norðurlandi að VMA bjóði upp á allt námið í matreiðslu til sveinsprófs. Endurnýjun er nauðsynleg í þessum geira atvinnulífsins eins og öðrum og fagmennska í matreiðslu er sannarlega mikilvægur þáttur í veitingageiranum í landi þar sem ferðaþjónustan er ein af mikilvægustu stoðum efnahagslífsins.
Þetta er í fjórða skipti sem VMA býður upp á þriðja bekkinn í matreiðslu. Fyrri námshópar voru: