Fara í efni

Tóku þátt í Forritunarkeppni framhaldsskólanna

VMA-krakkar í forritunarkeppninni í HR.
VMA-krakkar í forritunarkeppninni í HR.
Núna um helgina tóku þrír nemendur frá VMA þátt í Forritunarkeppni framhaldsskólanna, sem var haldin í Háskólanum í Reykjavík. Með nemendunum fór Adam Óskarsson, sem kennir þeim áfanga í forritun á þessari önn.

Núna um helgina tóku þrír nemendur frá VMA þátt í Forritunarkeppni framhaldsskólanna, sem var haldin í Háskólanum í Reykjavík. Með nemendunum fór Adam Óskarsson, sem kennir þeim áfanga í forritun á þessari önn.

Forritunarkeppni framhaldsskólanna hefur verið haldin í mörg undanfarin ár og hefur ásókn í keppnina aukist ár frá ári. Nemendur frá VMA tóku nú þátt í keppninni í fjórða skipti. Þeir nefndu keppnisliðið sitt  „Fínu flottu forritararnir“ og forrituðu í forritunarmálinu Python, sem Adam hefur verið að kenna þeim á þessari önn.  Þremenningarnir úr VMA skráðu sig til leiks í svokallaðri Spock-deild, en þar leysa keppendur stór verkefni sem reyna á rökhugsun og útfærslu á lausnaraðferðum.

Adam Óskarsson segir að keppnin hafi sem fyrr verið mjög skemmtileg og lærdómsrík fyrir þátttakendur og skipuleggjendum í HR til sóma.

Á meðfylgjandi mynd eru VMA-krakkarnir í  „Fínu flottu forritararnir“ - Silja Dögg Birgisdóttir, Dagur Arinbjörn Daníelsson og Stefán Gunnar Stefánsson.

oskarthor@vma.is