Fara í efni

Tveggja ára nám í bílamálun og bifreiðasmíði í VMA

Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á skipulag nýrrar námsbrautar við VMA þar sem verður kennd annars vegar bílamálun og hins vegar bifreiðasmíði. Til þess að geta innritast í þetta nám þurfa nemendur að hafa lokið í það minnsta skólahlutanum í bifvélavirkjun og einnig er gert ráð fyrir því að unnt sé að meta nemendur inn í þetta nám í gegnum raunhæfnimat. Við það er miðað að námið verði kynnt á komandi sumri og kennsla hefjist næsta haust.

Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á skipulag nýrrar námsbrautar við VMA þar sem verður kennd annars vegar bílamálun og hins vegar bifreiðasmíði. Til þess að geta innritast í þetta nám þurfa nemendur að hafa lokið í það minnsta skólahlutanum í bifvélavirkjun og einnig er gert ráð fyrir því að unnt sé að meta nemendur inn í þetta nám í gegnum raunhæfnimat. Við það er miðað að námið verði kynnt á komandi sumri og kennsla hefjist næsta haust.

Baldvin B. Ringsted, kennslustjóri tæknisviðs VMA, segir að þetta væntanlega nám eigi sér nokkurn aðdraganda. Starfshópur hafi síðustu mánuði unnið að mótun námsins, með styrk frá menntamálaráðuneytinu, en í honum eru auk Baldvins Bragi Finnbogason, brautarstjóri  bíliðngreina VMA, Stefán Bjarnhéðinsson og Ragnar B. Ingvarsson, sviðsstjóri bílgreinasviðs Iðunnar fræðsluseturs. Einn af mikilvægum þáttum í skipulagi námsins er samstarf við Silkeborg Teknisk Skole í Danmörku, en gert er ráð fyrir að á fjórðu og síðustu önninni verði nemendur alfarið í verknámi við bestu mögulegu aðstæður í þessum danska skóla, sem er eini þarlendi skólinn sem býður bæði upp á öflugt nám í bílamálun og bifreiðasmíði. Fulltrúar starfshópsins voru nýverið í Silkeborg og kynntu sér námið og aðstæður þar.

Til þess að nema bílamálningu og bifreiðasmíði hafa nemendur til þessa þurft að fara suður yfir heiðar, sem hefur þýtt að of fáir með þessa þekkingu, annars vegar bílamálun og hins vegar bifreiðasmíði (sem oft er talað um sem réttingu og sprautun bíla), hafa skilað sér út á vinnumarkaðinn hér norðan heiða. Baldvin segir að því hafi atvinnulífið kallað eftir því að unnt væri að bjóða upp á slíkt nám hér.

Á þessari nýju væntanlegu námsbraut í VMA  er farin önnur leið en syðra. Þar geta nemendur skráð sig beint í þetta nám þegar þeir eru komnir á framhaldsskólaaldur, en hér er,  sem fyrr segir,  gerð sú krafa að nemendur hafi  lokið bifvélavirkjun, eða í það minnsta þeim hluta námsins sem þeir taka í skólanum.

Baldvin B. Ringsted segir að í stórum dráttum sé skipulag námsins hugsað þannig að fyrstu önnina verði það á málmsuðuverkstæði VMA, á annarri önninni fari námið fram í húsnæði bifvélavirkjanema, þriðja önnin sé verkleg á verkstæðum utan skólans og á fjórðu önn fari námið fram, sem  fyrr segir, í Silkeborg Teknisk Skole í Danmörku.

oskarthor@vma.is