Tveir Íslandsmeistaratitlar í hús!

Nemendur VMA stóðu sig frábærlega á Íslandsmóti iðn- og verkgreina í Laugardalshöllinni sem hófst sl. fimmtudag og lauk sl. laugardag. Tveir Íslandsmeistaratitlar í hús, annars vegar í rafvirkjun og hins vegar í rafeindavirkjun.
Átta keppendur tóku þátt í Íslandsmótinu af hálfu VMA:
Húsasmíði
Sigursteinn Arngrímsson
Málmsuða
Jón Steinar Árnason
Steindór Óli Tobiasson
Rafeindavirkjun
Hreiðar Logi Ásgeirsson,
Jóhann Ernir Franklín
Sindri Skúlason
Rafvirkjun
Óliver Pálmi Ingvarsson
Droplaug Dagbjartsdóttir
Óliver Pálmi sigraði í samanlögðu í rafvirkjuninni og varð Íslandsmeistari. Droplaug stóð sig einnig frábærlega og fékk viðurkenningu fyrir bestan árangur í forritunarhluta keppninnar.
Sindri Skúlason varð Íslandsmeistari í rafeindavirkjun og Jóhann Ernir Franklín varð í öðru sæti – sem sagt tvö efstu sætin í rafeindavirkjuninni.
Sigursteinn Arngrímsson gerði einnig gott mót í húsasmíðinni og var hársbreidd frá því að ná bronssætinu.
Jón Steinar Árnason varð í þriðja sæti í gríðarlega jafnri og harðri málmsuðukeppni og Steindór Óli Tobiasson varð í fjórða sætinu.