Fara í efni

Umferðaröryggi við skólann - breytt aðkoma að inngangi/bílaplani að norðan

Við skólann eru næg bílastæði fyrir þann fjölda sem kemur á bíl í skólann. Nú hefur þurft að gera breytingar á aðkomu umferðar um norðurbílaplan skólans þar sem kennsla í húsasmíði þarf að fara fram að hluta til á planinu við byggingadeildina. Það svæði hefur verið girt af og við það breytist aðkoma bíla á norðurplani skólans og við inngang að norðan. Ég vil biðja nemendur um að leggja ekki bílum alveg upp við skólann og halda aksturleið meðfram skólanum auðum. Um er að ræða 6-8 bílastæði við innganginn að norðan og til hliðar við girðinguna. Það eru næg bílastæði að vestan og á norðurplaninu.

Ef er verið að skuttla nemendum í skólann þá er öruggast, fljótlegast og einfaldast að hleypa fólki úr bíl við inngang að austan og vestan (á myndinni eru hringir við þessa innganga).

Því miður hefur borið á því að nemendur séu að keyra inn á bílaplanið að norðan með því að keyra af horni Hringteigs og Mímisbrautar yfir gangstétt og lóð skólans inn á planið (merkt með X á myndinni). Þetta er stórhættulegt og ólöglegt. Við þetta horn eru fjölfarin gatnamót og gangbraut. Gangandi og hjólandi vegfarendur hafa verið í stórhættu þarna og við bíðum ekkert eftir því að það verði slys, við viljum koma í veg fyrir það. Ökumenn sem fara þessa ólöglegu leið bið ég um að hætta því því þessi hegðun er stórhættuleg. Þau sem þetta gera vilja örugglega ekki valda slysi og því best að hætta þessari hegðun. Það eru öruggari leiðir inn á bílaplanið.

Ég vil biðja þá sem nota bílastæði skólans að horfa vel í kringum sig áður en lagt er í bílastæði sem eru við innganga skólans. Til að tryggja aðskomu sjúkra- og neyðarbíla þá verður að vera gott aðgengi að helstu inngöngum skólans. Bifreiðstöður eru bannaðar við innganga skólans. Ég vil biðja ökumenn að virða þetta en sérstaklega hefur það verið áberandi að lagt er við aðalinnganinn að vestann (við D-álmu).

Það er mikilvægt að allir séu meðvitaðir um að sýna aðgát í kringum innganga og á bílastæði skólans, leggja samkvæmt lögum og virða bæði merki þar sem bifreiðarstöður eru bannaðar og merki fyrir bílastæði sem er fyrir fólk með fötlun.

Að því sögðu er vert að benda á strætó, þá þarf enginn að hafa áhyggjur af bílastæðum eða aðkomu bíla við skólann.

Sigríður Huld, skólameistari VMA