Umsóknir um nám á haustönn - fjölbreytt námsframboð
Nú eru við á fullu við að taka við umsóknum um skólavist fyrir næstu haustönn. Upplýsingar um námsleiðir eru á heimasíðu skólans undir námið. Í haust byrjar nám í matreiðslu (kokkurinn) eftir margra ára bið. Námið mun gefa aðilum innan ferðaþjónustunnar tækifæri til að efla fagmennsku og menntunarstig innan greinarinnar hér á svæðinu.
VMA býður upp á öflugar bóknámsbrautir og listnámsbraut auk fjölmargra brauta í iðn- og tækninámi.
-
VMA er eini skólinn utan höfuðborgarsvæðisins sem býður upp á fullnaðarnám í vélstjórn.
-
Verkmenntaskólinn er áfangaskóli sem gefur nemendum sveigjanleika í námi og námshraða.
-
Skólinn er góður undirbúningur fyrir sérhæfð störf, háskólanám, sérskólanám og daglegt líf.
-
Í skólanum er öflugt og fjölbreytt félagslíf nemenda - leiksýningar, söngkeppni, árshátíð, nýnemahátíð og klúbbastarf.
-
Í Verkmenntaskólanum er boðið upp á góða þjónustu fyrir nemendur, t.d. gott bókasafn, námsráðgjöf, skólahjúkrunarfæðing, sálfræðing, mötuneyti og fleira.
-
Við skólann er heimavist. Nánari upplýsingar og umsóknir á www.heimavist.is.
-
VMA er í nánu samstarfi við háskóla, bæði innanlands og utan, enda mikilvægt að nemendur sem útskrifast með stúdentspróf, eða önnur lokapróf, uppfylli þær kröfur sem mismunandi háskólar og háskóladeildir gera til þeirra.
-
Nemendur hafa tækifæri til að taka þátt í erlendum nemaskipta-og samstarfsverkefnum.
-
VMA er í góðu samstarfi við fyrirtæki og samtök á vinnumarkaði í starfs- og tæknigreinum og tryggir þannig að höfð sé hliðsjón af þörfum atvinnulífsins.
-
Nemendur VMA hafa náð framúrskarandi árangri á sveinsprófum og í nemakeppnum.
-
VMA hefur hlotið alþjóðlega gæðavottun samkvæmt ISO 9001 staðli. Öll prófskírteini skarta þeim stimpli.
Umsóknarfrestur um haustönn 2016 fyrir aðra en 10. bekkinga, er til 31. maí. Sótt er um á www.menntagatt.is en allar upplýsingar um námið er að finna á heimasíðu VMA undir námið t.d. hér https://www.vma.is/is/namid/upplysingar-um-nam
Nánari upplýsingar veita námsráðgjafar og sviðsstjórar VMA – sími á skrifstofu 464-0300
- Svava Hrönn námsráðgjafi svava@vma.is
- Ásdís námsráðgjafi asdisb@vma.is
- Baldvin sviðstjóri verk- og fjarnáms: baldvin@vma.is
- Ómar sviðsstjóri stúdentsbrauta og sjúkraliðanáms omar@vma.is
- Harpa sviðsstjóri Brautabrúar og starfsbrautar harpajora@vma.is