Unnið að umferðaröryggisáætlun fyrir Akureyri - nemendur hvattir til að senda inn ábendingar
Akureyrarbær vinnur nú að umferðaröryggisáætlun fyrir sveitarfélagið í samstarfi við EFLU verkfræðistofu. Markmið hennar er að búa til aðgerðaráætlun svo auka megi öryggi í bænum, fækka slysum og auka lífsgæði bæjarbúa sem og annarra sem um bæinn ferðast.
Sem liður í þessu ferli efnir Akureyrarbær til stafræns íbúasamráðs þar sem öllum íbúum bæjarins – hvort sem er þeim sem eiga lögheimili á Akureyri eða búa hér til skamms tíma, t.d. nemendur úr öðrum sveitarfélögum sem dveljast í bænum á meðan á náminu stendur. Öllum gefst kostur á að koma ábendingum sínum á framfæri í sérstakri opinni ábendingagátt sem verður opin til 4. desember nk.
Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari vill hvetja nemendur skólans sérstaklega til þess að koma ábendingum sínum á framfæri varðandi umferðaröryggismál í bænum, hvort sem er við VMA eða í næsta nágrenni hans eða á leið til og frá skóla.