Upphaf haustannar
07.08.2013
Skrifstofa skólans hefur opnað eftir sumarfrí og er opin frá kl. 8-15. Kennarar koma til starfa 20. ágúst og afhending stundataflna er miðvikudaginn 21. ágúst. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 22. ágúst kl. 9.55. Nánari upplýsingar um afhendingu stundaskráa verða settar inn á heimasíðuna síðar.
Skrifstofa skólans hefur opnað eftir sumarfrí og er opin frá kl. 8-15. Kennarar koma til starfa 20.
ágúst og afhending stundataflna er miðvikudaginn 21. ágúst. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá
fimmtudaginn 22. ágúst kl. 9.55. Nánari upplýsingar um afhendingu stundaskráa verða settar inn
á heimasíðuna síðar.
Mikilvægt er að nemendur sæki stundatöflurnar sínar eða fái einhvern annan til þess.
Stundatöflur eru ekki opnar í Innu fyrr en eftir töflubreytingar. Forgang á töflubreytingar eiga
útskrifarnemendur. Nýnemar (nemendur fæddir 1997 og eru að byrja nám í framhaldsskóla)
mæta á fund með með umsjónarkennurum sínum fimmtudaginn 22. ágúst kl. 8.30, mæting
í Gryfjuna. Aðrir nýir nemendur í VMA og þeir sem eru að koma aftur í
skólann eftir hlé á námi mæta líka í Gryfjuna kl. 8.30 þar sem
námsráðgjafar hitta hópinn og fara yfir ýmsa praktíska hluti í skólastarfinu.
Mikilvægt að nemendur mæti á þessa fundi.
Starfsfólk VMA bíður nemendur velkomna til starfa og bestu óskir um gott gengi á önninni.