Upphaf vorannar 2021
Búið er að ákveða breytt upphaf á vorönn 2021. Þessar breytingar eru gerðar til þess hafa frekar meiri tíma með nemendum í lok annar í þeirri von að það verði komið eðlilegra skólastarf á staðnum. Óvissan heldur áfram en við erum að leita allra leiða til að skapa meiri festu í skólastarfi og hafa það fyrirsjáanlegra en hefur verið á haustönn.
-
Kennsla hefst mánudaginn 11. janúar samkvæmt stundatöflu. Þeir sem eru skráðir í fjarnám byrja 18. janúar.
-
Allir bóklegir áfangar verða kenndir í fjarnámi vikuna 11. - 15. janúar.
-
Skóladagatali hefur verið breytt og þar sem við byrjum önnina viku seinna þá lengist hún um eina viku. Útskrift verður laugardaginn 29. maí.
-
Vetrarfrí og páskafrí eru óbreytt. Nánari upplýsingar um skóladagatalið eru á heimasíðu skólans, skóladagatalið verður uppfært 18. desember.
-
Flestir áfangar í verk- og listnámi verða kenndir á staðnum.
-
Nemendur á starfsbraut (STB og ST3) mæta samkvæmt upplýsingum sem koma í tölvupósti frá sviðsstjóra e. áramót.
-
Nemendur á brautabrú mæta samkvæmt upplýsingum sem koma í tölvupósti frá sviðsstjóra e. áramót.
-
Búið er að setja upp nýja tímatöflu í stundaskrá í Innu og eru nemendur beðnir um að kynna sér þær breytingar vel þegar stundatafla vorannar opnar í Innu.
Allar þessar breytingar hafa verið ræddar í skólaráði, skólanefnd, kennarafundi og á stjórnendafundum. Þar hafa þessar tillögur verið samþykktar.
Unnið er að verklagsreglum fyrir kennara og dagskólanemendur í fjarnámi. Þær reglur verða kynntar nánar fyrir nemendum á nýju ári. Öll kennsla í fjarnámi mun verða samkvæmt stundatöflu og meiri áhersla á virkni nemenda og kennara í rauntíma.
Að lokum óskar starfsfólk skólans öllum nemendum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þakkir til ykkar allra á þessum flóknu tímum í lífi ykkar, nemendur hafa staðið sig almennt mjög vel í erfiðum aðstæðum og eiga þakkir skilið fyrir þolinmæði og seiglu. Nú skiptir mestu máli að halda í þrautseigjuna og klára þetta saman.
Sigríður Huld, skólameistari VMA