Upphaf vorannar - opnað fyrir stundatöflur
Opnað verður fyrir stundatöflur nemenda í Innu fimmtudaginn 5. janúar eftir hádegi og kennsla hefst samkvæmt stundatöflu föstudaginn 6. janúar. Til að fara inn í Innu er notaður Íslykill eða rafræn skilríki (www.inna.is).
Nemendur sem hafa ekki verið áður í VMA eða ekki verið í skólanum sl. tvö ár eru boðaðir á fund með námsráðgjöfum fimmtudaginn 5. janúar kl. 13.30. Fundurinn verður í M-01.
Varðandi töflubreytingar:
Opnað verður fyrir töflubreytingar hjá sviðsstjórum á eftirfarandi tímum:
Fimmtudaginn 5.janúar kl.13:00-15:30
Föstudaginn 6.janúar kl.9:00-12:00 og 13:00-15:00
Mánudaginn 9.janúar kl.9:00-12:00 og 13:00-15:00
Þriðjudaginn 10.janúar kl.9:00-12:00.
Athygli er vakin á því að útskriftarnemendur hafa alltaf forgang í töflubreytingar.
Bestu óskir um gott gengi á vorönn 2017.
Verkmenntaskólinn á Akureyri óskar nemendum, starfsfólki, velunnurum skólans og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þakkar samfylgdina á árinu 2016.