Útskriftarsýning listnámsbrautarnema í Ketilhúsinu
Næstkomandi laugardag, 25. apríl, kl. 15 verður opnuð í Ketilhúsinu útskriftarsýning nemenda listnámsbrautar VMA, sem ber heitið Fimmtán. Á sýningunni gefur að líta lokaverkefni nemenda á listnámsbraut sem útskrifast í næsta mánuði en verkin hafa þeir unnið á þessari önn.
Útskriftarnemarnir eru: Anett Ernfelt Andersen, Agnes Ársælsdóttir, Andrea Lind, Axel Flóvent Daðason, Birgitta Líf, Fjóla Berglind Hjaltadóttir, Fjóla Björg, Gréta Jóhannsdóttir, Hreiðar Kristinn, Jóhanna Valgerður Guðmundsdóttir, Kári Hrafn Svavarsson, Nína Kristín Ármanns, Stefán Óli Bessason, Svandís Dögg Stefánsdóttir og Þórey Lísa.
Á útskriftarsýningunni má sjá fjölbreytt verk; innsetningar, málverk, textílverk, fatahönnun, vídeóverk, húsgagnahönnun og hljóðverk.
Útskriftarsýning nemenda listnámsbrautar VMA, sem nú er í fyrsta skipti haldin í samstarfi við Listasafnið á Akureyri, stendur til 3. maí og er opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17. Nemendur sem eiga verk á sýningunni verða á staðnum opnunarhelgina, nk. laugardag og sunnudag.