Vel heppnað hársnyrtinámskeið
Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni var í síðustu viku efnt til viku símenntunar í iðnaði á Akureyri og liður í henni var námskeið í hársnyrtingu, sem IÐAN – fræðslusetur stóð fyrir.
Kennarar á námskeiðinu voru þau Jón Aðalsteinn Sveinsson - Nonni á Hársnyrtistofunni KRISTU/Quest í Reykjavík og Lena Magnúsdóttir á Hárstofunni Eplinu í Reykjavík. Fagfólki á Norður- og Austurlandi bauðst þátttaka á námskeiðinu og sömuleiðis bauð IÐAN-fræðslusetur nemendum á hársnyrtibraut VMA og nemendum á háŕsnyrtibraut Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki á námskeiðið.
Hildur Salína Ævarsdóttir, kennari hársnyrtigreina segir að nemendur á hársnyrtibraut skólans hafi hjálpað til við allan undirbúning námskeiðsins. „Nemendur leystu það verkefni sérlega vel og erum við kennarar á hársnyrtibrautinni afar stoltir af þeim,“ segir Hildur Salína.
Á meðfylgjandi mynd Sævars Geirs Sigurjónssonar er Nonni að vinna með eitt módelið á námskeiðinu.