Vel heppnað metakvöld VMA-MA
15.11.2019
Einn af föstum liðum í félagslífi nemenda eru svokölluð metakvöld, þar sem nemendur MA og VMA keppa í ýmsum óhefðbundnum keppnisgreinum, eins og t.d. kappáti, „chöggi“, að sækja hlut í sal, að þekkja hljóð, blöðrusprengingum og Gettu betur, svo eitthvað sé nefnt.
Metakvöldin eru til skiptis í húsakynnum VMA og MA, að þessu sinni fór það fram í gærkvöld, 14. nóvember, í Gryfjunni í VMA. Um hundrað manns mættu og skemmtu sér alveg konunglega. Þetta var vel heppnuð skemmtun í alla staði.