Fara í efni

Vélgæslunámskeið

Vélgæslunámskeið til réttinda á smáskip með vélarafl ≤ 750 kW (vélavörður VVS) verður haldið í Verkmenntaskólanum á Akureyri 9.-21. mars n.k. Kennt verður frá kl. 16:00-20:00 mánudaga til föstudaga og 8:00-14:30 á laugardögum.
Samtals 85 kennslustundir.

Kennarar: Elías Þorsteinsson og
Vilhjálmur G. Kristjánsson

Skráning fer fram á skrifstofu VMA í síma 464-0300.

Verð er kr. 115.000. og er skráningargjald óafturkræft 7 dögum fyrir námskeiðsbyrjun.

Um námskeiðið: Um er að ræða bóklegt og verklegt nám. Verklegi þátturinn felst í almennri vélstjórn og bilanagreiningu. Námið veitir réttindi til að vera vélavörður á skipi með 750 kWvél og minni og allt að 12 metrum að skráningarlengd. Skv. reglugerð nr. 739/2008. Nemendur sækja sjálfir um atvinnuskírteini (vélavörður VVS) hjá Samgöngustofu.

Sjá nánar kennsluáætlun.

Stefnt er að framhaldsnámskeiði 17. apríl - 4 maí. Það námskeið yrði kennt í lotum og er fyrirhugað að hafa þær 17. - 19. apríl, 24. - 26. apríl og 2. - 4. maí. Að loknu því námi og eftir 4ra mánaða siglingatíma sem vélaverðir geta nemendur öðlast rétt til að vera yfirvélstjórar á skipi með 750 kW vél og minni og allt að 24 metrum að skráningarlengd.