Verðlaunahafar í Íslandsmótinu heiðraðir í Gryfjunni
21.03.2017
Í tilefni af einkar flottum árangri nemenda í VMA í Íslandsmóti iðn- og verkgreina um liðna helgi í Reykjavík var efnt til Gryfjudags í löngufrímínútunum þar sem Sigríður Huld Jónsdóttir kallaði verðlaunahafa upp á svið og heiðraði þá. Bróðurpartur verðlaunahafanna var á staðnum og fékk rós frá skólanum og verðskuldað lófatak frá samnemendum og starfsfólki.
Sigríður Huld sagðist vera afar stolt af nemendum skólans enda hefðu þeir unnið til verðlauna í öllum þeim greinum sem þeir kepptu í. Óskaði hún nemendum innilega til hamingju með frábæran árangur og jafnframt kennurum þeirra.