Verkfalli aflýst
25.02.2025
Seint í kvöld var skrifað undir nýjan kjarasamning við félaga í KÍ og verkfalli aflýst. Við fögnum því að sjálfsögðu og sem betur fer var þetta verkfall ekki lengra.
Fyrirvarinn fyrir nemendur og kennara er ansi stuttur þannig að kennsla hefst samkvæmt stundaskrá kl. 11.20 miðvikudaginn 26. febrúar.
Skólinn verður opinn frá kl. 8.00 þannig að nemendur geta komið fyrr í hús.
Kennsla hjá nemendum á sérnámsbraut hefst kl. 8.30.
Kennsla í kvöldskóla og fjarnámi verður samkvæmt skipulagi frá og með morgundeginum 26. febrúar.
Mötuneytið í Gryfju verður opið.