Fara í efni

Vetrarfrí 6. og 7. mars - afmæli Þórunnar hyrnu og dóttur hennar Þorbjargar hólmasól

Þórunn hyrna og dóttir hennar Þorbjörg hólmasól eins og gervigreindin sér þær mæðgur árið 893.
Þórunn hyrna og dóttir hennar Þorbjörg hólmasól eins og gervigreindin sér þær mæðgur árið 893.

Það er löng hefð fyrir því í VMA að tileinka landsnámshjónum Eyjafjarðar þeim Helga magra og Þórunni hyrnu, vetrarfrísdögum skólans. Fimmtudaginn 6. mars höldum við upp á afmæli Þórunnar hyrnu en föstudaginn 7. mars höldum við upp á afmæli dóttur hennar, Þorbjargar hólmasól. 

Skólinn er lokaður þessa daga. 

Mánudaginn 10. mars er námsmatsdagur og þriðjudaginn 11. mars er Bifröst. Þessa daga er skólinn opinn en ekki kennsla samkvæmt stundaskrá. 

Aðeins af Þórunni hyrnu og Þorbjörgu dóttur hennar. Kona Helga magra hét Þórunn hyrna. Sagan segir að þau hafi siglt norður fyrir Ísland árið 890, inn á Eyjafjörð og tekið land á Árskógsströnd vestan fjarðarins. Þar höfðu þau vetursetu en fluttu árið eftir inn að Bíldsá hinu megin við fjörðinn.
Þau ákváðu síðan að setjast að til frambúðar enn innar í firðinum, á Kristnesi. Á leiðinni þangað, á hólma í Eyjafjarðará, fæddi Þórunn hyrna barn. Þar var kominn fyrsti Eyfirðingurinn, Þorbjörg hólmasól.