Við vefstólinn á Borðeyri
21.01.2015
Það er sannarlega kraftur í Hörpu Ósk Lárusdóttur, sem lauk námi af textílbraut VMA á síðasta ári. Hún tók sig til og setti upp vinnustofu í gamla kaupfélagshúsinu á Borðeyri, hinum fornfræga verslunarstað við Hrútafjörð.
Á vinnustofunni hefur Harpa Ósk komið sér upp tveimur vefstólum þar sem hún sinnir vefnaði og einnig er hún í annars konar handverki. Í sjónvarpsþættinum Landanum 18. janúar sl. var tekið hús á Hörpu Ósk á Borðeyri og ljósi varpað á hvað hún fæst við.