Viltu kenna í VMA?
28.03.2025
Við í VMA leitum að öflugum einstaklingum til kennslu í rafiðn, byggingargreinum og málm- og vélstjórnargreinum.
Hér fyrir neðan eru slóðir á umsóknir á Starfatorgi og þar er líka sótt um störfin. Einungis er tekið við umsóknum í gegnum Starfatorg.
Kennari í rafiðngreinum | Ísland.is
Kennarar í vélstjórnargreinum | Ísland.is
Kennari í byggingargreinum | Ísland.is
VMA er fjölbreyttur og skemmtilegur vinnustaður ef þú hefur áhuga á að vinna með ungu fólki og metnað til að móta framtíðina í þinni faggrein.
Áhugasamir geta haft samband við skólameistara eða aðstoðarskólameistara.
Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2025