VMA á Degi byggingariðnaðarins í Hofi á morgun
Verkmenntaskólinn á Akureyri verður með kynningarbás í Menningarhúsinu Hofi á Degi byggingariðnaðarins á Norðurlandi á morgun, laugardaginn 14. apríl, kl. 11-16, þar sem skólinn kynnir m.a. nám í byggingagreinum. Vert er að vekja athygli á áhugaverðri dagskrá í Hofi og einnig verður opið hús út um allan bæ hjá fyrirtækjum í byggingariðnaði og á byggingarstöðum.
Að deginum standa Meistarafélag byggingamanna á Norðurlandi, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Samtök iðnaðarins.
Yfir 20 aðilar verða með sýningarbása í Hofi. Sveitarfélög á Norðurlandi munu einnig kynna þar hvað er framundan í lóðaúthlutun. Þá verða fasteignasölur með opin hús og kynna nýjar og notaðar fasteignir. Einnig verður unnt að kynna sér fjármögnunarleiðir bankanna og Íbúðalánasjóðs.
Eftirtalin fyrirtæki og stofnanir taka þátt í Degi byggingariðnaðarins á Norðurlandi:
Byko
Húsasmiðjan
Arion banki
BM Vallá
Slippfélagið
Rönning
Verkmenntaskólinn á Akureyri
Raftákn
Flugger
Íbúðalánasjóður
Berg Félag stjórnenda
Möl og sandur
Steinull
Blikk og tækniþjónustan
Búfesti hsf
Ferro Zink
Hýsi Merkúr
Íslandsbanki
Akureyrarbær
Skipulags- og byggingarfulltrúaembætti Eyjafjarðar
Securitas
Fasteignasala Akureyrar
IÐAN fræðslusetur
Norðurvík ehf
Nemar frá VMA
Trésmiðjan Rein
SS byggir
Tak innréttingar
Trétak ehf
ÁK-smíði
Rafeyri ehf
Tréverk ehf
Tengi