VMA hlýtur 31 milljón í styrk frá Leonardo da Vinci starfsmenntaáætluninni
12.08.2011
Verkmenntaskólinn á Akureyri fékk nýlega styrk frá Leonardo hluta Menntaáætlunar Evrópusambandsins og nemur upphæðin um 31 milljónum króna. Styrkurinn rennur til samvinnuverkefnis skólans og annarra skóla og stofnana í Finnlandi, Frakklandi, Noregi, Englandi og Hollandi. Hér er um að ræða eitt stærsta verkefni sem framhaldsskóli á Íslandi hefur verið aðili að og í fyrsta skiptið sem slíku verkefni er stjórnað frá VMA.Verkmenntaskólinn á Akureyri fékk nýlega styrk frá Leonardo hluta Menntaáætlunar Evrópusambandsins og nemur upphæðin um 31 milljónum króna. Styrkurinn rennur til samvinnuverkefnis skólans og annarra skóla og stofnana í Finnlandi, Frakklandi, Noregi, Englandi og Hollandi. Hér er um að ræða eitt stærsta verkefni sem framhaldsskóli á Íslandi hefur verið aðili að og í fyrsta skiptið sem slíku verkefni er stjórnað frá VMA.
Verkefnið nær til tveggja ára og er styrknum ætlað að koma á samstarfi skólans og atvinnulífins varðandi leiðsögn nemenda í vinnustaðanámi. Samstarfsaðilar vinna að samskonar verkefni í sínum löndum og á tímabilinu verður til námskeið fyrir leiðbeinendur nema í vinnustaðanámi, sem skólarnir munu prufukeyra hver í sínu landi. Einnig verða þessar leiðbeiningar þýddar yfir á öll fimm tungumál samstarfsaðilanna þannig að hvert aðildarland getur nýtt verkefnið áfram innan síns skólakerfis. Vinnufundir verða líklega í fjórum löndum og verkefninu lýkur hér á Akureyri haustið 2013.
Verkefnastjóri verkefnisins verður Jóhannes Árnason kennari við VMA. Hann hefur ásamt Óskari Inga Sigurðssyni brautarstjóra rafiðna tekið þátt í undirbúningsverkefni að þessu stóra verkefni sem nú hefur fengist styrkur til að vinna að. Þá hefur VMA verið þátttakandi í verkefnum og nemendaskiptum í gegnum Leonardo og NordPlus um nokkurra ára skeið. Með þátttöku í þessum verkefnum hefur orðið til reynsla en ekki síður tækifæri fyrir nemendur og kennara til að heimsækja aðra skóla, miðla þekkingu og auka víðsýni. Nú þegar hefur nokkur tugur nemenda farið erlendis til að taka þátt í samstarfsverkefnum eða tekið vinnustaðarnám sitt erlendis s.s. sjúkraliðar og nemendur á matvælabraut. Öll þau verkefni sem unnið hefur verið að síðustu ár hafa verið unnin með aðstoð Annette de Vink kennara sem hefur haft umsjón með erlendum samskiptum við skólann um nokkurra ára skeið. Hér er stutt kynning á verkefninu.
VMA fagnar þessu mikla tækifæri sem skólinn hefur fengið og þakkar það traust sem skólanum er sýnt með því að hafa umsjón með þessu verkefni.
Lesa meira (PDF skjal)
Verkefnið nær til tveggja ára og er styrknum ætlað að koma á samstarfi skólans og atvinnulífins varðandi leiðsögn nemenda í vinnustaðanámi. Samstarfsaðilar vinna að samskonar verkefni í sínum löndum og á tímabilinu verður til námskeið fyrir leiðbeinendur nema í vinnustaðanámi, sem skólarnir munu prufukeyra hver í sínu landi. Einnig verða þessar leiðbeiningar þýddar yfir á öll fimm tungumál samstarfsaðilanna þannig að hvert aðildarland getur nýtt verkefnið áfram innan síns skólakerfis. Vinnufundir verða líklega í fjórum löndum og verkefninu lýkur hér á Akureyri haustið 2013.
Verkefnastjóri verkefnisins verður Jóhannes Árnason kennari við VMA. Hann hefur ásamt Óskari Inga Sigurðssyni brautarstjóra rafiðna tekið þátt í undirbúningsverkefni að þessu stóra verkefni sem nú hefur fengist styrkur til að vinna að. Þá hefur VMA verið þátttakandi í verkefnum og nemendaskiptum í gegnum Leonardo og NordPlus um nokkurra ára skeið. Með þátttöku í þessum verkefnum hefur orðið til reynsla en ekki síður tækifæri fyrir nemendur og kennara til að heimsækja aðra skóla, miðla þekkingu og auka víðsýni. Nú þegar hefur nokkur tugur nemenda farið erlendis til að taka þátt í samstarfsverkefnum eða tekið vinnustaðarnám sitt erlendis s.s. sjúkraliðar og nemendur á matvælabraut. Öll þau verkefni sem unnið hefur verið að síðustu ár hafa verið unnin með aðstoð Annette de Vink kennara sem hefur haft umsjón með erlendum samskiptum við skólann um nokkurra ára skeið. Hér er stutt kynning á verkefninu.
VMA fagnar þessu mikla tækifæri sem skólinn hefur fengið og þakkar það traust sem skólanum er sýnt með því að hafa umsjón með þessu verkefni.
Lesa meira (PDF skjal)