Fara í efni

VMA komst áfram í keppninni Boxið - með í lokakeppninni 3. nóv.

Vel að verki staðið
Vel að verki staðið
VMA komst áfram í keppninni Boxið, framkvæmdakeppni framhaldsskólanna og mun því taka þátt í lokakeppninni 3 nóvember nk. í Háskólanum í Reykjavík. Sjá meðfylgjandi myndband.

VMA komst áfram í keppninni Boxið, framkvæmdakeppni framhaldsskólanna og mun því taka þátt í lokakeppninni 3 nóvember nk. í Háskólanum í Reykjavík. Sjá skemmtilegt myndband!

24. október 2012. Fimm nemendur í VMA eru hér að takast á í þrautakeppni á vegum Boxins (Háskólinn í Reykjavík). Þau þurfa að leysa 2 þrautir á þrjátíu mínútum. Þrautirnar eru:

1. Þraut - Burðarvirki á vatni
Þrautin snýst um að búa til burðarvirki úr efniviðnum sem liðin hafa ofan í vatnsbalanum.
Burðarvirkið þarf að halda uppi einni kókosbollu.
Leiðbeiningar:
1. Byggja skal sem hæst burðarvirki á 30 mínútum ofan í bala með a.m.k. 13 cm djúpu vatni.
2. Burðarvirkið má snerta botn balans en má á engan hátt hvíla á brúnum hans.
3. Efniviðinn má á engan hátt skemma (rífa, klippa, beygla o.s.frv.) fyrir utan A4 blöðin.
4. Engin verkfæri eru leyfileg fyrir utan efniviðinn sem tilgreindur var á innkaupalistanum.
5. Mæla skal hæð frá vatnsyfirborði upp að efri brún kókosbollunnar með málbandi.

Leyfilegt er að mæla frá botni balans og draga dýpt vatnsins frá að lokinni mælingu.

2. Þraut - Netleikur
Þrautin snýst um að spila netleik þar sem teikna þarf hluti inn á borðin til að koma bolta að fána.

Keppendur fyrir hönd VMA eru:

Unnar Bjarki Egilsson (liðsstjóri)
Finnur Ármann Óskarsson
Sigurður Tómas Árnason
Anna Lilja Benidiktsdóttir
Ívar Dan Arnarson

Boxið