Fara í efni

VMA tölvupóstur

Nemendur hafa ótakmarkað gagnamagn í Gmail.

Innskráning er á slóðinni www.gmail.com. Einnig er hægt að skrá sig inn á annað viðmót sem Google hannaði, inbox.google.com. Gmail.com er meira hugsað sem hefðbundið tölvupóstforrit, meðan að inbox.google.com lítur á pósta sem verkefni sem þarf að klára eða efni á verkefnalista.

Flestir munu geta notað sömu lykilorðin sín áfram en þeir sem hafa lykilorð sem standast ekki öryggiskröfur Google þurfa að endursetja þau á https://i.vma.is.

Til að breyta um tungumál í viðmótinu, er smellt á tannhjólið í Gmail og valið stillingar. Þá birtist valmöguleiki fyrir tungumál undir dálkinum "Almennt". 

Ath. Ekki er ráðlegt að tengja vma tölvupóstfang við þjónustur eins og Spotify eða Apple ID þar sem pósthólfinu verður lokað fljótlega eftir að nemendur útskrifast.

 

Ef spurningar vakna hafið samband við hjalp@vma.is.