Vorhlaup VMA 2025
VMA VORHLAUP – Öll velkomin!
Við bjóðum öll velkomin til að taka þátt í Vorhlaupi VMA þann 29. apríl kl. 17:30.
Hlaupið hefst við austurinngang Verkmenntaskólans á Akureyri og verður keppt í eftirfarandi flokkum:
-
Grunnskólaflokkur – 5 km
-
Framhaldsskólaflokkur – 5 km og 10 km
-
Opinn flokkur – 5 km og 10 km
Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í hverjum flokki (karla, kvenna og kvára), auk fjölda útdráttavinninga.
Skráning fer fram á netskraning.is og er opin til kl. 17:00 keppnisdag.
Verð:
-
Grunnskóla- og framhaldsskólaflokkur: 500 kr.
-
Opinn flokkur: 3000 kr.
Allir keppendur fá frítt í Sundlaug Akureyrar að hlaupi loknu gegn framvísun hlaupanúmers!
Skráning á keppnisdegi: Ef þú kemst ekki í tíma til að skrá þig á netskraning.is, þá getur þú skráð þig á keppnisdegi í anddyri austurinngangs VMA frá kl. 15:00 - 17:00. Við mælum þó með að forskrá sig!
Verðlaunaafhending fer fram í Gryfjunni í VMA (gengið inn að austan) kl. 18:30, og þar verður í boði hressing að hlaupi loknu.
Á sama tíma er Opið hús í VMA og tilvalið að nota tækifærið og kynna sér námsframboðið í skólanum og skoða aðstöðuna á hinum ýmsu brautum.
Við hlökkum til að sjá sem flesta! 😊