VORHLAUP VMA KL. 17:30 - HÆGT AÐ SKRÁ SIG Í HLAUPIÐ Í DAG
Vorhlaup VMA verður haldið í þriðja sinn í dag, fimmtudaginn 6. apríl, og verður startað frá Menningarhúsinu Hofi kl. 17.30. Í boði eru bæði 5 km og 10 km hlaupaleiðir og fer tímataka fram með flögum.
Í 5 km hlaupinu verður keppt í þremur flokkum: opnum flokki, framhaldsskólaflokki og flokki 15 ára og yngri. Í 10 km hlaupinu verður keppt í tveimur flokkum: opnum flokki og framhaldsskólaflokki.
Verðlaunapeningar verða veittir fyrir fyrstu þrjú sætin í öllum flokkum karla og kvenna auk fjölda útdráttavinninga.
Skráningu í hlaupið lauk á miðnætti. En örvæntið ekki því í dag verður sérskráning framhaldsskólanema á skrifstofum VMA og MA til kl. 15:00. Einnig verður unnt að skrá sig í dag í anddyri Átaks Strandgötu frá kl. 16:00-17:15 gegn hærra gjaldi.
Skráningarverð fyrir þá sem skrá sig í dag er:
- 500 kr fyrir grunnskóla og framhaldsskóla (f. 1997 og seinna)
- 2.000 kr fyrir opinn flokk (f. 1996 og fyrr)
Afhending hlaupagagna verður í anddyri Átaks heilsuræktar við Strandgötu kl. 16:00 til 17:15 í dag.
Nánari upplýsingar um Vorhlaup VMA eru hér.