Votplötur á tölvuöld - opinn fyrirlestur
Hörður Geirsson, forstöðumaður ljósmyndadeildar Minjasafnsins á Akureyri, heldur í dag, föstudaginn 13. september kl. 14, fyrirlestur í stofu M-01 í VMA á vegum listnámsbrautar VMA og Sjónlistastöðvarinnar sem hann kallar "Votplötur á tölvuöld". Í fyrirlestrinum ræðir Hörður um hvernig elstu ljósmyndaaðferðirnar höfðu áhrif á þær myndir sem hafa varðveist frá þessum tíma. Sýnt verður hvernig Votplata fangar myndina á annan hátt en nútímatækni gerir og myndavél, myrkraherbergi og efnafræði skapa mynd.
Jón Chr. Stefánsson, timburmeistai og myndasmiður tók fyrstur Íslendinga ljósmyndir með votplötutækni (wetplate) en þessa tækni hafði hann lært í Kaupmannahöfn 1858. Hörður Geirsson kynnti sér þessar gömlu aðferðir við töku mynda í Kalifornínu í Bandaríkjunum og smíðaði sér í framhaldinu útbúnað til þess að taka slíkar myndir.