Pappírskjólar í úrvali
01.03.2022
Hugmyndafræði eða hugmyndavinna er einn þeirra skylduáfanga sem fyrsta árs nemendur á listnáms- og hönnunarbraut taka á vorönn.
Eins og nafnið á áfanganum gefur til kynna er lögð áhersla á skapandi hugsun og þróun hugmynda. Unnin eru ýmis verkefni í áfanganum, sem Helga Björg Jónasardóttir og Véronique Legros kenna. Í það heila eru sem næst förutíu nemendur á fyrsta ári á vorönn á listnáms- og hönnunarbraut og er þeim skipt í þrjá hópa í áfanganum
Eitt af verkefnunum sem nemendur hafa unnið á önninni er að skapa pappírskjóla a gínur. Hér hefur ímyndunaraflið sannarlega fengið að njóta sín. Og ekki sakar að endurnýting á pappír, að minnsta kosti að hluta til, er í hávegum höfð.