Fara í efni

Próf og próftaka

Hvað á að gera áður en kemur að prófi?

  • Reglulegur svefn er mjög mikilvægur
  • Dagleg upprifjun- u.þ.b. 10-15 mínútur yfir alla önnina. Byrjaðu strax!
  • Vikuleg upprifjun - u.þ.b. eina klukkustund í hverri námsgrein. Yfirfara glósur, verkefni og spurningar
  • Aðalupprifjun a.m.k. viku fyrir próf - farið djúpt í námsefnið u.þ.b. tvær til þrjár klukkustundir.
  • Skipulegðu próflesturinn (Skipulagstafla vegna prófa PDF)

Til að auðvelda upprifjun

  •  Nota námstækni t.d. lestraraðferð, glósugerð, minnisspjöld og hugtakakort.

Próflestur

  • Taktu til allar bækur og verkefni sem þú þarft að nota við upprifjunina
  • Athugaðu hvað á að læra fyrir prófin og hverju má sleppa
  • Fáðu upplýsingar hjá kennaranum um þau atrið sem þú ert í vafa um
  • Finndu góðan stað þar sem þú getur unnið í friði
  • Fáðu einhvern til að spyrja þig út úr.

Á prófdaginn

  • Farðu tímanlega á fætur svo þú getir borðað næringarríkan morgunmat. Hann gefur þér orku og úthald
  • Taktu með þér öll gögn og tæki sem þú þarft að  nota í prófinu
  • Ekki tala við skólafélagana um hvað þið eruð búin að lesa mikið eða lítið. Það getur valdið spennu og kvíði getur verið smitandi.

Í prófinu

  • Hlustaðu vel á fyrirmæli sem gefin eru í upphafi prófsins
  • Slakaðu á og dragðu djúpt andann áður en þú byrjar
  • Lestu spurningar og athugaðu vel um hvað er verið að spyrja
  • Svaraðu auðveldum spurningum fyrst
  • Ef þú ræður ekki við einhverja spurningu skaltu geyma hana og halda áfram
  • Skrifaðu skýrt og vandaðu frágang
  • Ef eitthvað er óljóst leitaðu aðstoðar hjá kennara
  • Farðu vel yfir prófið í lokin, athugaðu hvort þú hefur gleymt einhverju og svaraðu spurningum sem þú átt eftir. Betra er að giska á svar en að skila auðu
  • Að loknu prófi skaltu ekki spyrja skólafélagana út í spurningarnar á prófinu, það getur valdið spennu og kvíða

Hvernig er hægt að skilja/ná betur?

  •  Læra með öðrum
  • Mynda hóp
  • Kenna öðrum
  • Ræða efnið við aðra (ekki á undan eða eftir próf)

Prófkvíði

Það er ekki óalgengt að nemendur séu spennir eða kvíði fyrir prófum. Ef kvíði verður mjög mikill og veldur vanlíðan getur hann komið í veg fyrir að nemandinn nái árangri. Ef þú finnur fyrir miklum kvíða ættir þú að tala við umsjónarkennara þinn eða námsráðgjafa.

Það skiptir máli hvernig þér líður og hvað þú hugsar

  • Í prófi er verið að kanna þekkingu þína á námsefninu. Þú vilt láta þér ganga vel í prófum og þess vegna skaltu reyna að vera í góðu formi, andlega og líkamlega. Það hefur jákvæð áhrif á árangur. Góður svefn (þreyttur nemandi skilar ekki því sem hann getur á prófi), hreyfing (hjóla, synda, hlaupa, ganga o.s.frv.) og næring skipta miklu máli svo þú sért vel upplögð/lagður og hafir úthald og orku í prófinu.

  • Það er mikilvægt að hugsa jákvætt  um sjálfan sig og prófin og vera ákveðin/n í að gera sitt besta.  Þú skalt ekki leyfa niðurrifshugsunum að komast að. Þær draga bara úr þér kjarkinn. Í staðin fyrir að hugsanir eins og: Ég get þetta ekki eða Ég verð örugglega lægst/ur í bekknum skaltu segja við sjálfa/n þig: Ég ætla að gera eins vel og ég get! Ég get þetta!

  • Það er mjög gott að útbúa vinnuáætlun þar sem próflesturinn er skipulagður. Lesturinn þarf síðan að brjóta upp með reglulegu millibili, því við getum ekki einhbeitt okkur í marga klukkutíma samfleytt. Gerðu ráð fyrir frítíma þegar þú skipuleggur próflesturinn, þú kemur endurnærðari til baka.

Yfirfarið 29. október 2019 (SHM)

Getum við bætt efni síðunnar?