Aðalsteinn Þórsson með þriðjudagsfyrirlestur
Aðalsteinn Þórsson myndlistarmaður heldur fyrirlestur í dag, þriðjudaginn 4. nóvember, kl. 17 í Ketilhúsinu sem hann nefnir Hugleiðing um eigið starf. Fyrirlesturinn er í röð svokallaðra Þriðjudagsfyrirlestra sem efnt er til á þriðjudagseftirmiðdögum í vetur í Ketilhúsinu á vegum VMA, Listasafnsins á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans á Akureyri.
Í fyrirlestri sínum fjallar Aðalsteinn um eigin feril í myndlistinni og þau verk sem hann hefur unnið í gegnum tíðina.
Aðalsteinn Þórsson lauk meistaragráðu í frjálsri myndlist frá AKI2 í Enschede í Hollandi árið 1998 og hefur síðan búið og starfað lengst af í Rotterdam. Aðalsteinn kennir um þessar mundir við fagurlistadeild Myndlistaskólanns á Akureyri og á kvöldnámskeiði í teikningu við sama skóla.
Enginn aðgangseyrir er á fyrirlesturinn og eru allir velkomnir.