Brautskráning VMA í Hofi laugardaginn 18. desember
Brautskráning Verkmenntaskólans á Akureyri verður í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri laugardaginn 18. nóvember og hefst hún kl. 10:00.
Heildartala brautskráningarnema er 86, sem skiptist á brautir sem hér segir:
Hársnyrtiiðn - 1
Múrsmíði - 9
Rafeindavirkjun - 12
Rafvirkjun - 4
Stálsmíði - 1
Vélvirkjun 1
Vélstjórn - 1
Viðbótarnám til stúdentspróf að loknu iðnnámi - 3
Iðnmeistarar - 15
Félags- og hugvísindabraut - 2
Fjölgreinabraut - 9
Íþrótta- og lýðheilsubraut - 6
Listnáms- og hönnunarbraut - myndlistarlína - 5
Listnáms- og hönnunarbraut - textíllína - 3
Náttúruvísindabraut - 3
Viðskipta- og hagfræðibraut - 1
Sjúkraliðabraut - 10
Rétt er að taka fram að eins og á aðra viðburði þurfa allir sem sækja brautskráningarathöfnina að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr covid-hraðprófi. Prófið má ekki vera eldra en 48 klukkustunda.