Fara í efni

Breytingar á stundatöflum

Athugið að sú tafla sem birtist í Innu sýnir fyrstu kennsluviku annarinnar, fletta þarf fram um eina viku til að sjá heila kennsluviku.

 

Nemendur fara til sviðsstjóra og sækja um breytingar (gult blað) og/eða tilkynna úrsagnir (appelsínugult blað) skriflega hjá þeim. Farið verður yfir umsóknir um töflubreytingar daglega og þeim hafnað eða þær samþykktar eftir atvikum og nemendum gerð grein fyrir niðurstöðunni í tölvupósti.

Opið verður fyrir töflubreytingar frá fimmtudegi 18. ágúst til mánudags 22. ágúst á eftirtöldum tíma:

Fimmtudagur 18/8
10-12: útskriftarnemar
14-15.30: Allir

Föstudagur 19/8
9-12 og 13-15: Allir

Mánudagur 22/8
9-12 og 13-15: Allir

Nemendur eru beðnir um að kynna sér vel leiðbeiningar um töflubreytingar sem hanga uppi í Gryfjunni og við skrifstofuna og koma undirbúnir til sviðsstjóra.

Baldvin Ringsted sér um töflubreytingar hjá nemendum á verknámsbrautum.

Ómar Kristinsson sér um töflubreytingar hjá nemendum á stúdentsprófsbrautum og sjúkraliðabraut.

Harpa Jörundardóttir sér um töflubreytingar hjá nemendum á brautabrú.

Útskriftarnemar hafa forgang við úrlausn mála.

Eftirfarandi þarf að hafa í huga vegna töflubreytinga:

  • Ef eingöngu er um úrsögn að ræða, skal henni skilað á þar til gerðu appelsínugulu blaði.

  • Útskriftarnemar hafa forgang þegar kemur að breytingum. Vinsamlegast virðið það.

  • Beiðnir um töflubreytingar sem byggðar eru á vina- eða kennara-nótunum verða líkast til ekki samþykktar nema mjög góðar ástæður liggi að baki.

  • Ef nemandi er með 36 tíma í töflu (18 gamlar einingar) eða meira, er ólíklegt að beiðni um viðbót í töflu verði samþykkt.

  • Nemendur þurfa að vera klárir með hvaða breytingar þeir vilja gera þegar til sviðsstjóra er komið, svo málin gangi fljótar fyrir sig. Gott er ef ástæða er gefin á blaðinu fyrir úrsögn/breytingu.

  • Allar umsóknir eru teknar fyrir í lok hvers dags á tímabilinu og nemendum gerð grein fyrir niðurstöðunni í tölvupósti (vma-pósti).

 Nánari leiðbeiningar er hægt að nálgast hér

Upplýsingar um tímasetningar á áföngum eru hér