Fjarnám - umsóknarfrestur til 13. janúar
10.01.2025
Þá er nám í dagskóla komið í fullan gang í VMA en fjarnámið á önninni er þó ekki hafið. Raunar er umsóknarfrestur ekki alveg út runninn en þeir sem hafa hug á því að bæta við viskubrunninn núna á vorönninni og sjá möguleika á því í gegnum fjarnám VMA ættu að hafa hraðar hendur því umsóknarfrestur rennur út nk. mánudag, 13. janúar. Hér eru þeir áfangar sem eru í boði núna á vorönn 2025.
Miðað er við að kennsla hefjist í fjarnámsáföngum að rúmri viku liðinni, mánudaginn 20. janúar nk.
Allar nánari upplýsingar um fjarnám í VMA er að finnna hér á heimasíðu skólans undir flipanum Fjarnám efst til hægri á síðunni. Þá veitir Ómar Kristinsson, sviðsstjóri stúdentsprófsbrauta og fjarnáms, frekari upplýsingar um fjarnámið - omar.kristinsson@vma.is