Heimsókn til SOSU Randers
Inga Björg Ólafsdóttir og María Albína Tryggvadóttir fóru og heimsóttu SOSU Randers skólann (Randers Social- og Sundhedsskole) í Danmörku í byrjun janúar. SOSU Randers er með stóra sjúkraliðabraut en á undanförnum árum hefur skólinn haft umsjón með vinnustaðanámi þeirra sjúkraliðanema sem VMA hefur sent til Randers í vinnustaðanám í gegnum Erasmus+. Tilgangur ferðarinnar var að fylgja tveimur sjúkraðliðanemum VMA sem fóru til Randers í byrjun árs í þriggja vikna vinnustaðanám á dvalarheimili fyrir aldraða. Ferðin var einnig nýtt til þess að heimsækja SOSU skólann og kynna sér nám og kennsluaðferðir sjúkraliðabrautarinnar. Einnig var farið í heimsókn á vinnustaði nemanna þar sem farið var yfir þau hæfniviðmið sem notast er við í vinnustaðanámi og ýmis atriði rædd í tengslum við tilhögun vinnustaðanám sem sótt er utan landsteinanna í gegnum Erasmus