Nám í múriðn haustið 2023
Fyrirhugað er að bjóða upp á nám í múriðn haustið 2023, ef næg þátttaka fæst.
Við inntöku er horft til þess hvort umsækjandi:
- sé á rafrænni ferilbók eða á námssamningi í greininni,
- hafi starfsreynslu í greininni,
- hafi lokið grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina,
Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við verður forgangsraðað eftir ofangreindum punktum auk fyrri námsárangurs og ástundunar.
Sækja má um námið hér:
Kennt verður í lotum tvo til þrjá daga í viku. Námið er þrjár annir í skóla, að loknu grunnnámi. Til viðbótar við skólatímann vinna nemendur að verkþáttum skv. rafrænni ferilbók hjá meistara.
Almennar greinar, t.d. íslensku og stærðfræði, þurfa nemendur að taka í fjarnámi eða hjá símenntunarmiðstöðvum.
Mikilvægt er að upplýsingar um starfsreynslu við múriðn og/eða stöðu samnings eða rafrænnar ferilbókar fylgi umsókn.
Umsóknarfrestur er til og með 2. maí næstkomandi
Nánari upplýsingar veitir sviðsstjóri verknáms anna.m.jonsdottir@vma.is